Hugleiðingar

Um síðustu helgi fór ég með yngri dóttur minni á Símamótið – stærsta fótboltamót fyrir stelpur á landinu – og það er alveg ótrúlegt hvað það er mikil spenna að fylgjast með 10 ára stelpum spila fótbolta. Þau ykkar sem þekkið mig… lítið eða mikið… vitið að ég hef nákvæmlega engan áhuga á fótbolta almennt og þegar ég var barn hélt ég með Liverpool bara af því að bróðir minn hélt með Manchester United (eins og góð stóra systir að sjálfsögðu gerir) …