Fyrirlestrar

Fyrirlestrar á vegum Hugrekkis eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir fyrirtæki, stofnanir, skóla og aðra hópa sem vilja fá fræðslu t.d. um birtingamyndir ofbeldis, afleiðingar og viðbrögð, t.d. hvert er hægt að leita, hvað er hægt að gera betur innan skóla, stofnana og fyrirtækja til að læra að þekkja og bregðast við ofbeldi.  Þá er einnig hægt að fá fyrirlestra um sjálfstyrkingu og sjálfsmynd. Fyrirlestrar geta verið mislangir og miðast algjörlega við þarfir og aðstæður þeirra sem óska eftir fyrirlestrinum.  Lágmarksgjald fyrir fyrirlestur er 45.000 (auk ferðakostnaðar) og miðast það gjald við 1 klukkustund.  Fyrirspurnir um fyrirlestra er hægt að senda á hugrekki@hugrekki.is

Fyrirlestrar was last modified: November 29th, 2019 by admin