Handleiðsla og sjálfsrækt í heimavinnu

Námskeiðið fjallar um það hvaða atriði við þurfum að hafa í huga þegar við vinnum heima og án þess að hitta samstarfsfélaga og/eða viðskiptavini okkar „á staðnum“. Hvernig er það öðruvísi og hvernig getum við haldið tengingu okkar þrátt fyrir að vera hvert á sínum stað. Hvaða áskoranir fylgja því að vinna allt í fjarvinnu.
Markmið námskeiðsins er að vinna gegn félagslegri einangrun starfsmanna og gefa þeim verkfæri til að halda tengslum við aðra á þessum skrítnu tímum.

„Að skerpa sig í fjarmeðferðarvinnu“

Þátttakandi um námskeiðið handleiðsla og sjálfsrækt í heimavinnu