Zoom á 90 mínútum

Eingöngu kennt í gegnum Zoom

Á námskeiðinu eru möguleikar Zoom skoðaðir og hvernig hægt er að nota það til að miðla þekkingu og þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna. Þátttakendur fá að spreyta sig á notkun Zoom, eins og hægt er, og kynnt eru þau verkfæri sem Zoom færir starfsmönnum í fjarvinnu.
Markmið námskeiðsins er að gera starfsmönnum kleift að nýta Zoom sem best og veita þeim öryggir í notkun þess í vinnu sinni.

1,5 klst. Eingöngu kennt í gegnum Zoom

Umsagnir:

  • Fékk yfirsýn yfir þau verkfæri sem Zoom hefur í sínum verkfærakassa.
  • Að vita hvað Zoom hefur upp á að bjóða 🙂
  • Opnar nýja möguleika á samskiptum við okkar viðskiptavini þar sem samkomubann útilokar núverandi (þáverandi) aðferðir við að halda námskeið. Matjurtanámskeið á Zoom er núið 🙂
  • Ég er nýr notandi og finn ekkert sem mætti vera öðruvísi. Þetta var vel gert!

„Fékk yfirsýn yfir þau verkfæri sem Zoom hefur í sínum verkfærakassa.“

Þátttakandi um námskeiðið Zoom á 90 mínútum