Stundum er það þannig að sjálfsræktin okkar – þetta sem við gerum til að næra okkur andlega og líkamlega – er það fyrsta sem dettur út af dagskrá þegar álagið verður meira og meira að gera… en það er nákvæmlega þá sem við höfum mesta þörf fyrir að rækta okkur sjálf… til þess að vera betur í stakk búin til að takast á við aukið álag eða fleiri verkefni… og ég er engin undantekning frá reglunnu og því miður þá er það hreyfingin sem fer fyrst út hjá mér undir álagi… þannig að ég er búin að átta mig á því að þegar ég hætti að stunda hreyfingu þá þarf ég að endurskoða dagskrána… og það er frábært þegar við lærum þannig á okkur sjálf að við þekkjum þau merki sem við getum notað til að pikka í okkur sjálf þegar á þarf að halda 😉
Hvernig þekkir þú að álagið sé að aukast í þínu lífi? Hvernig veistu að sjálfsræktin þín þarf endurskoðun?

Snúm okkur þá að stafrófinu…

S – hér eru svakalega mörg orð sem koma upp í hugann… eins og slökun og sund.. en mig langar að draga athyglina að orðunum samskipti og samvera… og mig langar að tala um þau í samhengi við hvort annað… það að eiga samskipti er samvera og það að vera saman eru líka samskipti… jafnvel þó að fá eða jafnvel engin sögð orð fari fram… samvera er að vera í félagsskap einhvers og góð samvera er að njóta félagsskaparins og gefa til baka… og það er ekki til mikið betri sjálfsrækt en góð samvera við sitt nánasta fólk og slík upplifun verður seint ofmetin… og þá komum við að samskiptahlutanum… til þess að samvera verði góð þá þurfa samskiptin að vera vönduð og góð, þau þurfa að einkennast af virðingu fyrir okkur og öðrum og síðast en ekki síst… þau felast stundum í því fyrst og fremst að hlusta… og ég segi stundum að það sé ástæða fyrir því að við erum með tvö eyru en bara einn munn 👂 👄👂

T – tónlist… fyrir mér er tónlist hreinlega ákveðin sjálfsmeðferð… að hlusta á tónlist getur bæði hjálpað okkur að sækja ákveðnar tilfinningar og líka að fá útrás fyrir þær… og það er sem betur fer til svakalega mikið af alls konar og mismunandi tónlist þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað sem nýtist vel… og um að gera að prófa sig áfram og sjá hvað virkar og hvað ekki 🎼

U – uppgötvun… það er ekki margt sem toppar það þegar við uppgötvum eitthvað nýtt og skemmtilegt… og til þess að við getum gert það þá þurfum við að vera dugleg að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindarammann okkar… prófa eitthvað sem við kannski héldum að við gætum ekki… hvað er það sem þig myndi langa að prófa eða skoða sem þú hefur ekki gert ennþá af því að það er utan við þægindarammann þinn?

Ú – útivist… það er eitthvað sem sennilega verður seint ofmetið… það að vera úti undir beru lofti… það eru ekki allir jafn hrifnir af þessu orði og sumir kannski halda að útivist þurfi að þýða fjallgöngur, útilegur og margra daga göngur… ekki misskilja mig, ég dáist að þeim sem stunda útivist af þeirri tegund en ég er ekki mjög flink í henni… og fyrir mér getur útivist hreinlega fjallað um að labba í vinnuna í staðinn fyrir að keyra… eða bara labba hring í hverfinu… eða fara út úr bílnum á óhefðbundnum stað (sem sagt ekki bara í Staðarskála eða hinum sjoppunum á leiðinni suður) og njóta hreina loftsins í nokkrar mínútur… þetta þarf ekki alltaf að vera stórt eða flókið!

V – val… að velja hvað við notum tíma okkar og orku í skiptir heilmiklu máli… veljum við að gera það sem er okkur hollt og gott eða veljum við okkur það sem ekki er endilega það besta… og það fyrsta sem kemur upp í huga minn í þessu samhengi er súkkulaði… ég er ægilegur súkkulaðigrís og finnst það ekki góð tilhugsun að borða ekki súkkulaði og stundum – eða ansi oft eiginlega – stend ég mig að því að velja að fá mér súkkulaði, sem er alls ekki gott fyrir mig af alls kyns ástæðum (og ég vel sko snickers eða eitthvað, ekki hreint, dökkt súkkulaði… sem væri strax skárra), frekar en að borða banana til dæmis… eða veljum við til dæmis að spila leik í símanum frekar en að eiga samskipti við makann, og þá meina ég hvort við veljum það oftar (því það er ekkert að því að spila einstaka sinnum bubbles… en ekki að það sé val númer 1 eða 3) 😉😎

X – nú verð ég alveg að viðurkenna að ég átti í pínu vandræðum með orð sem byrjar á x 😉 en ég hins vegar er með orð sem endar á x og er auðvelt að tenja við sjálfsrækt og það er box… sjálfsræktarbox… sem getur verið lítið eða stórt og í því er gott að geyma hluti sem næra okkur… til dæmis bók sem okkur finnst alltaf gott að glugga í, gott ilmkerti, fallegar setningar um okkur sjálf, þakklætislisti, listi yfir góða tónlist sem eykur vellíðan okkar… eða hvað sem er annað sem bætir líðanina 📦

Þetta er gott fyrir daginn í dag… síðasti sjálfsræktarkaflinn kemur svo á laugardaginn 😊