Verð

Verð

Öll þjónusta Hugrekkis er rukkuð með því að senda reikning í heimabanka viðkomandi og eru allir skjólstæðingar skráðir í hugbúnað Köru (www.karaconnect.com) með rafrænum skilríkjum.
Hægt er að greiða fyrir hvert og eitt viðtal jafnóðum eða hægt er að nýta sér þau tilboð sem sett eru fram hér að neðan.  Tilboðspakka þarf að greiða fyrirfram – hvort sem þjónustan fer fram í fjarþjónustu eða á staðnum.

Stakt viðtal:
Verð fyrir hvert 50 mín. viðtal er 16.000 kr.
Tilboðspakki (greiddir við upphaf meðferðar):
Verð fyrir 5 viðtöl er 68.000 kr.

Tekið skal fram að hægt er að fá samtalsmeðferð og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum niðurgreidda hjá mörgum stéttarfélögum gegn kvittun og er um að gera að kanna það hjá viðkomandi stéttarfélagi.