Fagleg fjarþjónusta við viðskiptavini

Fjarþjónusta verður sífellt algengari. Á námskeiðinu er fjallað um að hverju þarf að huga varðandi öryggi samskipta og tæknibúnaðar í fjarþjónustu. Þeirri spurningu er velt upp hvaða hugbúnað væri hægt að nota og hvernig og hvaða skrefum er gott að huga að til að hún sé fagleg og vönduð. Þá er skoðað hvaða þjónustu er viðeigandi að bjóða í fjarþjónustu, t.d. út frá persónuverndarsjónarmiði og út frá eðli þjónustunnar.

Markmiðið er að vekja athygli þátttakenda á áskorunum og kostum þess að þjónusta viðskiptavini í fjarvinnu og styrkja þá í því hlutverki, sem flestum hefur verið kastað útí af miklum hraða á þeim tímum sem við nú tökumst á við.

2 klst
Eingöngu kennt í gegnum Zoom

„Stappar í mig stálinu, vil reyna sjálf að veita þjónustu í gegnum netið.“ – „Mjög gott.“

Þátttakendur um námskeiðið Fagleg fjarþjónusta við viðskiptavini á 90 mínútum