Algengar spurningar

Hvað kostar tíminn og hvað er hann langur?

Verð má sjá hér á vefnum en hægt er að fá magnafslátt með fleiri tímum saman.
Einn tími er 50 mínútur, hvort sem er á staðnum eða í fjarþjónustu.

Hvernig er fyrsti tíminn?

Ég veit að það getur verið erfitt að koma í fyrsta viðtal og það notum við til að kynnast örlítið og meta hvort og hvernig við getum unnið saman. Þú segir mér hvað það er sem þig langar að vinna með og ég segi þér hvernig ég vinn og saman vinnum við að markmiðum með meðferðinni. Við metum svo saman hvert næsta skref er og þú segir til um hvort þú vilt koma aftur.

Hvað þarf ég að hafa til að geta nýtt mér fjarþjónustu?

Það er kannski nokkuð ljóst að með því að nýta fjarþjónustu, þá þarftu ekki að mæta á staðinn. Þú getur nýtt þér samtalsmeðferð með því að hafa aðgengi að lokaðri og góðri nettengingu, hafa tölvu eða snjallsíma og hafa ró og næði í kringum þig meðan á samtalinu stendur. Ég mun svo leiðbeina þér með hver fyrstu skrefin eru og ég nýti hugbúnað sem heitir Kara og er hægt að skoða hann nánar á https://karaconnect.com/

Til þess að panta tíma hjá Hugrekki er best að senda póst á hugrekki@hugrekki.is og ég verð svo í sambandi við þig.

Þýðir eitthvað fyrir mig að leita mér aðstoðar vegna ofbeldis þegar það eru mörg ár síðan það var framið?

Já, það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis.  Afleiðingarnar geta varað í langan tíma, jafnvel áratugi, og því mikilvægt fyrir alla að leita sér aðstoðar þó að langt sé liðið frá því ofbeldið var framið.  Það eru margir sem hafa getað unnið úr afleiðingum ofbeldisins mörgum árum eftir að ofbeldinu lauk og því aldrei of seint að leita sér aðstoðar.

Þarf ég að kæra mál ef ég leita mér aðstoðar?

Ef þú hefur náð 18 ára aldri þegar þú leitar þér aðstoðar, er það alfarið þín ákvörðun hvort þú leggur fram kæru eða ekki.  Engin þrýstingur er frá hugrekki.is að einstaklingar leggi fram kæru.
Ef þú ert undir 18 ára aldri þegar þú leitar til hugrekki.is, vegna ofbeldis sem þú hefur verið beitt/beittur, er það skylda mín sem fagaðila að tilkynna mál þitt til barnaverndar skv. 17. gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 og verður sú skylda virt. Ef þú og foreldrar þínir leita til mín til að aðstoða þig eða ykkur með persónuleg málefni sem ekki snerta barnavernd, eruð þið velkomin.

Get ég leitað aðstoðar hjá hugrekki.is ef ég hef ekki verið beittur ofbeldi en líður illa og langar að leita mér aðstoðar vegna annars konar vanda?

Já, þú getur leitað til Hugrekkis með ýmis konar vanda og er boðið uppá samtalsmeðferð hjá félagsráðgjafa.  Ef þjónustan hentar þér ekki, get ég aðstoðað þig með því að beina þér áfram til annarra fagaðila eftir því sem við á.