Hver er sjálfsmyndin þín mín kæra

Sjálfsmyndin er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur og konur þar sem unnið er með margar hliðar sjálfsmyndarinnar og hvernig hægt er að hafa sjálf áhrif á hana. Þá er fjallað um hvernig sjálfsmyndin endurspeglast í ákvörðun daglegs lífs og hefur áhrif á samskipti, bæði við sjálfa sig og aðra.

Þetta námskeið skiptist í fjögur skipti þar sem þátttakendur mæta í 2,5 klst í senn. Í hverjum tíma er innlegg frá kennara, unnið er með ýmis konar verkefni og gerðar æfingar. Þátttakendur fá heimaverkefni sem hafa það markmið að tengjast sinni eigin sjálfsmynd – eða sjálfsmyndum – og deila með hópnum eins og hver og ein er tilbúin til.

Unnið er með mörk, traust, samskipti við okkur sjálfar og aðra. Einnig skoðum við hvernig við sjálfar höfum áhrif á okkar eigin sjálfsmyndir og hlutverk í lífinu, hvaða leiðir við getum farið til að kynnast sjálfum okkur, hvaða viðhorf við höfum og skoðanir um okkur sjálfar og umhverfi okkar.

Þátttakendur hingað til hafa verið mjög ánægðar með fyrirkomulag, kennslu, viðmót kennara, efni námskeiðsins og verkefnin. Sérstaklega hefur verið ánægja með fjölbreytni verkefnanna og uppbrot í kennslunni í stað þess að sitja bara og hlusta á fyrirlestra.

Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið – 8 þátttakendur. Lengd: 10 klst.