Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu.
Fræðsla og námskeið miðast við þann hóp sem sækir fræðsluna í hvert skipti en hægt er að skoða ýmis námskeið hér.
Námskeið
Fyrirlestrar
Meðferð
Fjarþjónusta
Hugrekki býður annars vegar uppá samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur. Meðferðin getur snúið að þáttum sem snerta lífið á ýmsan hátt, samskipti, sjálfstyrkingu, afleiðingar áfalla og aðra þætti sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga í daglegu lífi. Hins vegar er um að ræða námskeið og fyrirlestra fyrir ýmis konar hópa, t.d. skóla, fyrirtæki og stofnanir.
Hægt er að óska eftir þjónustu með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is eða hringja í síma 779-1910.
Vakin er athygli á því að Hugrekki veitir ekki bráðaþjónustu og bendi ég fólki því á að hafa samband við neyðarlínuna 112 eða bráðamóttökur sjúkrahúsa í slíkum tilfellum.

Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir – félagsráðgjafi, MA.
Ingibjörg útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2007 og hlaut starfsleyfi heilbrigðisráðherra sem félagsráðgjafi á sama tíma. Ingibjörg lauk meistaranámi í félagsráðgjöf 2014 og diplómanámi í fjarmeðferð árið 2018.
Ingibjörg hefur einlægni, heiðarleika, samkennd og virðingu að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Hún leggur sig ávallt fram um að vera fagleg og um leið mannleg – með öllu sem því tilheyrir – og vinnur út frá því að allar manneskjur hafi styrkleika og áskoranir og að í samvinnu getum við tekist á við flest í lífinu.
Ingibjörg hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra og hefur komið að störfum í þeim málaflokki frá árinu 2005. Hún hefur einnig sinnt meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Hægt er að lesa um hugmyndafræði og meðferðarnálgun Ingibjargar hér.
Þá hefur Ingibjörg einnig verið með ýmis konar fræðslu fyrir fagfólk um ofbeldi annars vegar og fjarheilbrigðisþjónustu hins vera auk þess að vera með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur. Hægt er að lesa nánar um náms- og starfsferil Ingibjargar hér.
„Yfirgripsmikið námskeið þar sem námskeiðshaldari kom þekkingu sinni mjög vel frá sér á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Mjög fræðandi og vel fram sett“