Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu.

Ingibjörg – félagsráðgjafi Hugrekkis – hefur sérhæft sig í meðferð í fjarþjónustu og hefur sinnt fjarmeðferð frá árinu 2013.

Hægt er að óska eftir þjónustu með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is eða hringja í síma 779-1910.

Vakin er athgyli á því að Hugrekki veitir ekki bráðaþjónustu og bendi ég fólki því á að hafa samband við neyðarlínuna 112 eða bráðamóttökur sjúkrahúsa í slíkum tilfellum.

FYRIR HVERJA?

Hugrekki býður annars vegar uppá samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.  Hins vegar er um að ræða námskeið og fyrirlestra fyrir ýmis konar hópa, t.d. skóla, fyrirtæki og stofnanir.  Fræðslu og námskeið frá Hugrekki er hægt að panta með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is.  Fræðsla og námskeið miðast við þann hóp sem sækir fræðsluna í hvert skipti en hægt er að skoða ýmis námskeið hér.

Þjónusta Hugrekkis er öll almenn félagsráðgjöf og samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, foreldra og/eða pör.  Meðferðin getur snúið að þáttum sem snerta einkalífið á ýmsan hátt, samskipti, sjálfstyrkingu og aðra þætti sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga í daglegu lífi. 

Sá hluti þjónustunnar sem fram fer í gegnum netið, hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að fara að heiman, þá sem þurfa að fara langt til að sækja þjónustu eða búa í litlum samfélögum og treysta sér ekki til að nýta sér þjónustu í heimabyggð. 

INGIBJÖRG

Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA.   Ingibjörg útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2007 og hlaut starfsleyfi heilbrigðisráðherra sem félagsráðgjafi á sama tíma en félagsráðgjafar eru með lögverndað starfsheiti.  Ingibjörg lauk meistaranámi (MA) í félagsráðgjöf í júní 2014. Þá Lauk hún diplómanámsi á háskólastigi frá Bretlandi í fjarmeðferðarfræðum árið 2018.

Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra og hefur m.a. starfað bæði í Kvennaathvarfinu og Stígamótum, áður en hún hóf eigin rekstur. 

Einnig hefur hún verið með ýmis konar fræðslu fyrir fagfólk um ofbeldi annars vegar og fjarheilbrigðisþjónustu hins vera auk þess að vera með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur. Þá hefur hún sótt ýmsar ráðstefnur og námskeið um félagsráðgjöf, málefni fjölskyldna, ofbeldi og fleira.  Hægt er að lesa nánar um náms- og starfsferil Ingibjargar hér

FYRIRKOMULAG MEÐFERÐAR

Meðferð hjá Hugrekki fer fram í stofu sem staðsett er á Akureyri og með fjarheilbrigðisþjónustu.  

Starfsemi Hugrekki byggir á vinnubrögðum og hugmyndafræði félagsráðgjafa, gagnreyndum aðferðum og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Félagsráðgjafar eru með lögverndað starfsheiti og starfa skv. starfsleyfi landlæknis.

Tímapantanir og upplýsingar:
Sími 779-1910 og netfang hugrekki@hugrekki.is

Persónuverndarskilmálar

Forsíða was last modified: December 18th, 2020 by admin