Hugrekki - félagsráðgjöf

Fjarheilbrigðisþjónusta – meðferð, ráðgjöf og fræðsla

MEÐFERÐ FYRIR HVERJA OG HVAÐ ER Í BOÐI?

Samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur. Meðferðin getur snúið að þáttum sem snerta lífið á ýmsan hátt, samskipti, sjálfstyrkingu, afleiðingar áfalla og aðra þætti sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga í daglegu lífi.

Námskeið og fyrirlestra fyrir ýmis konar hópa, t.d. skóla, fyrirtæki og stofnanir, sem snúa að ofbeldi gegn börnum og minnihlutahópum, færni í fjarþjónustu og fjarvinnu, foreldranámskeið og sjálfstyrktarnámskeið.

Sá hluti þjónustunnar sem fram fer í fjarþjónustu, hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að fara að heiman, þá sem þurfa að fara langt til að sækja þjónustu eða búa í litlum samfélögum eða treysta sér ekki til að nýta sér þjónustu í heimabyggð, sem og þá sem kjósa að vera í eigin umhverfi og öryggi í viðtölum.

Hægt er að óska eftir þjónustu með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is eða hringja í síma 779-1910.

Vakin er athygli á því að Hugrekki veitir ekki bráðaþjónustu og bendi ég fólki því á að hafa samband við neyðarlínuna 112 eða bráðamóttökur sjúkrahúsa í slíkum tilfellum.

Námskeið & fyrirlestrar

Meðferð

Fjarþjónusta

Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu.

Fræðsla og námskeið miðast við þann hóp sem sækir fræðsluna í hvert skipti en hægt er að skoða ýmis námskeið hér.

Ingibjörg – félagsráðgjafi Hugrekkis – hefur sérstaklega sótt sér framhaldsmenntun fjarmeðferð. Hún hefur sinnt fjarmeðferð frá árinu 2013 og er þar með fyrsta fjarheilbrigðisstarfsstofa landsins.

Nánar um Hugrekki >

„Yfirgripsmikið námskeið þar sem námskeiðshaldari kom þekkingu sinni mjög vel frá sér á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Mjög fræðandi og vel fram sett“

Umsögn af fræðsludegi um fjarmeðferð og ofbeldi gegn börnum – með starfsfólki félagsþjónstu