Hugrekki - félagsráðgjöf og fræðsla

Samtalsmeðferð – félagsráðgjöf – fræðsla

MEÐFERÐ FYRIR HVERJA OG HVAÐ ER Í BOÐI?

Samtalsmeðferð fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur. Meðferðin getur snúið að þáttum sem snerta lífið á ýmsan hátt, samskipti, sjálfstyrkingu, afleiðingar áfalla og aðra þætti sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga í daglegu lífi.
Ingibjörg hefur sérhæft sig í áfallavinnu og hefur langa reynslu af því að vinna með fólki úr afleiðingum áfalla.

Námskeið og fyrirlestra fyrir ýmis konar hópa, t.d. skóla, fyrirtæki og stofnanir, sem snúa að ofbeldi gegn börnum og minnihlutahópum, færni í fjarþjónustu og fjarvinnu, foreldranámskeið og sjálfstyrktarnámskeið.

Sá hluti þjónustunnar sem fram fer í fjarþjónustu, hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að fara að heiman, þá sem þurfa að fara langt til að sækja þjónustu eða búa í litlum samfélögum eða treysta sér ekki til að nýta sér þjónustu í heimabyggð, sem og þá sem kjósa að vera í eigin umhverfi og öryggi í viðtölum.

Hægt er að óska eftir þjónustu með því að senda tölvupóst á hugrekki@hugrekki.is eða hringja í síma 779-1910.

Vakin er athygli á því að Hugrekki veitir ekki bráðaþjónustu og bendi ég fólki því á að hafa samband við neyðarlínuna 112 eða bráðamóttökur sjúkrahúsa í slíkum tilfellum.

Samtalsmeðferð

Námskeið & fyrirlestrar

Fjarheilbrigðisþjónusta

Hugrekki er félagsráðgjafastofa með starfsleyfi Landlæknis til heilbrigðisþjónustu, þar með talið til fjarheilbrigðisþjónustu.

Fræðsla og námskeið miðast við þann hóp sem sækir fræðsluna í hvert skipti en hægt er að skoða ýmis námskeið hér.

Ingibjörg – félagsráðgjafi Hugrekkis – hefur sérstaklega sótt sér framhaldsmenntun fjarmeðferð. Hún hefur sinnt fjarmeðferð frá árinu 2013 og er þar með fyrsta fjarheilbrigðisstarfsstofa landsins.

Nánar um Hugrekki >

„Yfirgripsmikið námskeið þar sem námskeiðshaldari kom þekkingu sinni mjög vel frá sér á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Mjög fræðandi og vel fram sett“

Umsögn af fræðsludegi um fjarmeðferð og ofbeldi gegn börnum – með starfsfólki félagsþjónstu