Stafræn nærvera

Eingöngu kennt í gegnum ZOOM

Á námskeiðinu er fjallað um það hvernig við tryggjum sem best góða nærveru í fjarþjónustu við viðskiptavini. Hvaða áskoranir fylgja því að samskipti fari fram t.d. í myndsamtali eða símtali og jafnvel með spjallforritum eða tölvupóstum. Við skoðum það hverju þarf að huga að þegar við færum okkur í stafræna miðlun.
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum verkfæri sem þeir geta nýtt sér til að vera sem best til staðar fyrir sína viðskiptavini þrátt fyrir aðilar séu hver á sínum stað.

1 klst

Umsagnir:

  • Að mörgu að hyggja, með nándina í gegnum skjáinn, hvernig fólk er stemmt og einnig að vera dugleg að benda fólki á það sem þarf að laga jafnóðum til að samtalið/fjarskiptin fari sem best fram.
  • Voru margir punktar sem maður þarf að hafa í huga áður en maður byrjar að bjóða upp á fjarviðtöl.
  • Mikið af gagnlegum punktum þrátt fyrir einungis 60 mín námskeið.
  • Ýmis smáatriði hvað varðar framkomu og umhverfi í mynd í fjarbúnaði – og eiginlega bara allt sem um var fjallað um, samtölin milli leiðbeinanda og þátttakenda var líka gefandi. Frábær fyrirlesari.
  • Gott að fara yfir helstu atriði og skerpa á vinnulagi þegar veitt er fagleg aðstoð í gegnum netið. Einnig fór hún yfir það hvað þarf að varast…góð áminning.
  • Mjög gott í alla staði.

„Mikið af gagnlegum punktum þrátt fyrir einungis 60 mín námskeið.“

Þátttakandi um námskeiðið Stafræn nærvera