Fjarþjónusta fagaðila – þjónusta 21. aldarinnar

Eingöngu kennt í gegnum ZOOM

Markhópur:
Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu. Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið viðurkenndu námi í ráðgjafar-  eða meðferðarvinnu (t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, markþjálfun eða öðru sambærilegu) og hafi reynslu af slíku starfi með skjólstæðingum. Takmarkaður fjöldi.

Markmið námskeiðsins:
Að efla fagaðila, kynna fyrir þeim og veita þeim grunn í því að veita faglega þjónustu í gegnum netið. Námskeiðið er í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri og Academy for Online Counselling & Pshycotherapy í Bretlandi (the Academy) www.acadtherapy.online.

Þetta námskeið er hugsað sem grunnur en mikilvægt er að afla sér víðtækrar þjálfunar í fjarvinnu til þess að tryggja bestu mögulegu vinnubrögð/meðferð á hverjum tíma.

– 12 klst:
Eingöngu kennt í gegnum Zoom

Umsagnir:

  • Hve mikilvægt er að gæta fagmennsku þegar kemur að persónuvernd og hve vandrataður er sá vegur í heimi tækninnar.
  • Varpaði skýru ljósi á þá þætti sem huga þarf að í fjarráðgjöf. Helstu þættir sem huga þarf að hjá fagaðila í ráðgjöfinni sjálfri t.d. faglegum ramma almennt bæði í stað og fjarráðgjöf. Gaf einnig innsýn inn í leiðir til að stunda fjarráðgjöf hvaða leiðir eru færar og hverjar ekki í ljósi persónuverndarlaga.
  • Dýrmætt að námskeiðið skyldi hafa farið fram í „fjarbúnaði“ þannig að maður fékk beina reynslu af því að nota slíkan búnað, prófa sig áfram, gera mistök og læra af þeim. Lærdómsríkt að átta sig á þeim fjölmörgu atriðum sem þarf að hafa í huga við að vinna klíníska vinnu gegnum fjarfundabúnað.
  • Mjög gagnlegt og flott námskeið, mér finnst gott að fá innsýn inn í lögin sem heilbrigðisstarfsfólk starfar eftir – gott að vera betur á tánum.
  • Virkilega ánægð með námskeiðið og hefur staðist allar þær væntingar – þú hefur náð að miðla einstaklega vel og er ég öruggari að fara út í fjárþjónustu – opnar nýja sýn á ráðgjöf 🙂 Takk kærlega fyrir mig 🙂
  • Það er þessi fagmennska og persónuverndaráhersla sem stendur upp úr. Það er að ýmsu að huga.

„Það er þessi fagmennska og persónuverndaráhersla sem stendur upp úr. Það er að ýmsu að huga.“

Umsögn þátttakanda á námskeiðinu Fjarþjónusta fagaðila – þjónusta 21. aldarinnar