Ofbeldi gegn börnum

Námskeið fyrir fagfólk sem vinnur með börnum – og alla aðra sem vilja fræðast um ofbeldi gegn börnum.

Fjallað er ítarlega um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis, einkenni þess og afleiðingar. Farið er yfir tölfræðilegar upplýsingar úr íslensku samfélagi og tilkynningarskyldu fagaðila þegar upp kemur grunur um ofbeldi. Einnig er fjallað um aðferðir til að tala við börn, skoðuð sýnidæmi, hvernig hlusta þarf á börn og mikilvægi þess að hafa skýrt verklag í þessum málum, auk þess sem kynnt eru þau úrræði og þjónusta sem er í boði til að hjálpa.

Mikil áhersla er lögð á virka þáttttöku allra og svigrúm gefið til umræðna og spurninga.

Tímalengd fer eftir fjölda þátttakenda og því hversu umfangsmiklu námskeiði er óskað eftir. 1– 8 klst.

Umsagnir:

  • Finnst það allt áhugavert og skemmtilegar umræður.
  • Að þekkja betur einkenni ofbeldis og geta nýtt mér það í starfi.
  • Opnað augun og styrkt mig.
  • Skyldur mínar, hlutverk og leiðir.
  • Fannst það til fyrirmyndar. Þetta hefur opnað augu mín fyrir þessum málum enn þá betur og gerir mig án efa betri kennara
  • Mjög gott námskeið – fyrirlestrar áhugaverðir og kennari kemur með dæmi og umræður sem eru áhugaverðar. Ég var í Zoom – það gekk mjög vel – ég heyrði vel í bæði fyrirlesara og umræðum sem fram fóru – sá ekki allt á glærunum en það var í góðu lagi – fyrirlesari ætlar að senda þær á þátttakendur. – mjög gott og þarft námskeið sem á eftir að nýtast mér í starfi – takk fyrir mig.

„Mjög gott og þarft námskeið sem á eftir að nýtast mér í starfi – takk fyrir mig“

Þátttakandi á námskeiði um ofbeldi gegn börnum