Þjónusta
Fagleg fjarheilbrigðisþjónusta
Það er ekki mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að veita fjarmeðferð eða fjarheilbrigðisþjónustu og fyrir marga er þetta „varakostur“. Öðrum finnst þetta spennandi kostur sem gefi nýja möguleika til að vinna með fólki óháð staðsetningu og þar með stækka bæði sitt eigið svæði og auka aðgengi fyrir fólk að faglegri þjónustu óháð staðsetningu.
Frá árinu 2013 hefur Hugrekki boðið fjarþjónustu í samtalsmeðferð og frá árinu 2015 hafa einnig verið veitt viðtöl á staðnum.
