Foreldrahlutverkið í nútímasamfélagi

Foreldrahlutverkið í nútímasamfélagi er námskeið sem fjallar um samskipti foreldra við börn sín; jákvæð samskipti, skýr skilaboð, hrós, aga og mörk. Einnig er fjallað um hvernig við hlustum þannig að börn tali og tölum þannig að börn hlusti, sem og hvaða áhrif samskipti milli foreldra hafa á börnin. Hægt er að aðlaga námskeiðið að þeim hópum sem eftir námskeiðinu óska… bæði fyrir stóra hópa og litla og er ávallt boðið upp á umræður og gott svigrúm til spurninga.

Foreldrahlutverkið

„Segir á mannamáli og skemmtilega frá þessu „hlutverki“ – að vera foreldri“

Þátttakandi á námskeiðinu Foreldrahlutverkið í nútímasamfélagi