Námskeið & fyrirlestrar

Hér má sjá lista yfir ýmis námskeið og fyrirlestra sem Hugrekki hefur boðið uppá, bæði á eigin vegum en einnig í samstarfi við aðra aðila.

Hægt er að bjóða flest námskeiðin sem fjarnámskeið.

Gegn ofbeldi

Ofbeldi gegn börnum

Námskeið fyrir fagfólk sem vinnur með börnum – og alla aðra sem vilja fræðast um ofbeldi gegn börnum.

Skoða nánar >

Heimilisofbeldi & ofbeldi í parasamböndum

Námskeið fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu – en einnig fyrir alla aðra sem vilja fræðast um þessi málefni.

Skoða nánar >

Færni í fjarþjónustu

Fjarþjónusta fagaðila – þjónusta 21. aldarinnar

Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu. Fjarnámskeið.

Skoða nánar >

Fagleg fjarþjónusta við viðskiptavini

Á námskeiðinu er fjallað um að hverju þarf að huga varðandi öryggi samskipta og tæknibúnaðar í fjarþjónustu.

Skoða nánar >

Stafræn nærvera

Á námskeiðinu er fjallað um það hvernig við tryggjum sem best góða nærveru í fjarþjónustu við viðskiptavini.

Skoða nánar >

Zoom á 90 mínútum

Á námskeiðinu eru möguleikar ZOOM skoðaðir og hvernig hægt er að nota það til að miðla þekkingu og þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna.

Skoða nánar >

Handleiðsla og sjálfsrækt í heimavinnu

Námskeiðið fjallar um það hvaða atriði við þurfum að hafa í huga þegar við vinnum heima og án þess að hitta samstarfsfélaga og/eða viðskiptavini okkar „á staðnum“.

Skoða nánar >

Sjálfsstyrking

Foreldrahlutverkið í nútímasamfélagi

Námskeiðið fjallar um samskipti foreldra við börn sín; jákvæð samskipti, skýr skilaboð, hrós, aga og mörk.

Skoða nánar >

Þú og þinn styrkur – 12 ára stelpur

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 12 ára stelpur þar sem unnið er með styrkleika þeirra og samskipti við sjálfar sig og hverja aðra. Samvinnuverkefni Hugrekkis – ráðgjafar og fræðslu og Léttari Lausna – samskipta og fjölskylduráðgjafar.

Skoða nánar >

Hver er sjálfsmyndin þín, mín kæra?

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur þar sem unnið er með margar hliðar sjálfsmyndarinnar og hvernig hægt er að hafa sjálf áhrif á hana.

Skoða nánar >

Sérsniðin námskeið

Ert þú að leita að sérstöku námskeiði á sviði félagsráðgjafar, sjálfsstyrkingu eða samskiptum fyrir þig og þinn hóp?

Hægt er að senda fyrirspurnir á hugrekki@hugrekki.is til að fá sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra fyrir hvers kyns hópa – bæði stóra og smáa. Þau geta til dæmis fjallað um:

 • Sjálfsstyrkingu
 • Sjálfsrækt út frá ýmsum þáttum – bæði í einkalífinu og vinnunni… getur verið tilvalið t.d. fyrir saumaklúbbinn
 • Skipulagstækni og -færni
 • Ofbeldi gegn börnum
 • Heimilisofbeldi
 • Kynferðisofbeldi (t.d. námskeið fyrir unglinga)
 • Samskipti í fjölskyldum
 • Samskipti í samböndum
 • Samskipti í vinahópnum (t.d. námskeið fyrir unglinga)
 • Samskiptafærni út frá allskonar sjónarhornum
 • Virðing og samskipti á vinnustöðum
 • Foreldrafærni
 • Fjarþjónusta ráðgjafar og meðferðarvinnu út frá ýmsum sjónarhornum