Meðferð & félagsráðgjöf

Samtalsmeðferð og félagsráðgjöf

Meðferðarvinna Hugrekkis byggir m.a. á hugmyndum um hjálp til sjálfshjálpar og valdeflingu þar sem byggt er á styrkleikum einstaklingsins og hæfni hans til að takast á við eigin aðstæður og erfiðleika. Unnið er út frá tengslamyndun, samþættri nálgun og heildarsýn.  Hlutverk félagsráðgjafans í ferlinu er að vera einstaklingi til stuðnings á meðan hann finnur þær leiðir sem henta honum vel til að vinna með vandamál sín eða hindranir í lífinu.  Ýmsar leiðir eru til, til að vinna með slíkar hindranir og er það líka hlutverk félagsráðgjafa að benda viðkomandi  á þær leiðir og það er svo einstaklingsins sjálfs að velja þær leiðir sem hann telur henta fyrir sig.  Til dæmis hefur þolandi ofbeldis lifað af atburði og aðstæður þar sem hann hefur þurft að nota eigin aðferðir til að lifa af og býr þar af leiðandi yfir ýmsum styrkleikum sem hann getur haldið áfram að nýta sér til að vinna með afleiðingar ofbeldisins.  Þessir styrkleikar eru skoðaðir og aðferðir sem hafa verið gagnlegar áður geta stundum verið gagnlegar áfram á meðan aðrar eru það kannski ekki og er það hlutverk félagsráðgjafans að vera einstaklingi til stuðnings og ráðgjafar á meðan hann finnur hvort leiðir hans eru gagnlegar eða ekki.

Verð

Öll þjónusta Hugrekkis er rukkuð með því að senda reikning í heimabanka viðkomandi og eru allir skjólstæðingar skráðir í hugbúnað Köru (www.karaconnect.com).
Hægt er að greiða fyrir hvert og eitt viðtal jafnóðum eða hægt að nýta sér þau tilboð sem sett eru fram hér að neðan.  Tilboðspakka þarf að greiða fyrirfram – hvort sem þjónustan fer fram í fjarþjónustu eða á staðnum.

Stakt viðtal:
Verð fyrir viðtal er 13.000 kr.

Tilboðspakkar:
Verð fyrir 5 viðtöl er 55.000 kr.
Verð fyrir 10 viðtöl er 100.000 kr.

Tekið skal fram að hægt er að fá samtalsmeðferð og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum niðurgreidda hjá mörgum stéttarfélögum gegn kvittun og er um að gera að kanna það hjá viðkomandi stéttarfélagi.  

Meðferð & félagsráðgjöf was last modified: December 17th, 2020 by admin