Í gær var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum… og af því tilefni langar mig að tala aðeins um það hvernig ofbeldi í nánum samböndum getur í raunveruleikanum litið út…

Oft þegar við ræðum um ofbeldi í samböndum þá sjáum við fyrir okkur konur með marbletti, glóðaraugu, brotin bein – og það er auðvitað graf alvarlegt… en ofbeldi í samböndum er miklu flóknara en það og svo oft engin sjáanleg ummerki…

Ég get ekki talið það hversu oft sem ég hef setið með konum sem segja „líkamlega ofbeldið, jú það var erfitt… en þetta andlega, það var svo miklu flóknara…“ … „ég hélt ég væri orðin biluð… ég virtist alltaf misskilja allt og snúa öllu á hvolf…“ og svona gæti ég áfram haldið…

Ofbeldi gegn konum getur verið……

þegar þú ferð framá að konan þín eða kærasta stundi með þér “kynlíf” án þess að hún vilji það…

þegar þú ferð framá það að konan þín eða kærasta taki þátt í kynferðislegum athöfnum sem hún vill ekki…

þegar þú lemur konuna þína eða kærustu… eða kýlir hana… eða sparkar í hana… eða hrindir henni… eða meiðir hana á hvaða annan líkamlega hátt sem hægt er… eða hótar að gera það…

þegar þú fylgist með og krefst aðgangs að öllum hennar samfélagsmiðlum og tækjum…

þegar þú hótar henni að … ef hún ekki geri eins og henni er sagt… …

þegar þú kúgar konuna þína eða kærustu… með því að taka af henni peninga… með því að banna henni eða koma í veg fyrir að hún geti stundað nám eða vinnu… með því að fara framá að hún skili þér skýrslu um allt sem hún gerir og segir og með hverjum hún er… með því að koma í veg fyrir eða gera henni erfitt fyrir um að hitta vini og fjölskyldu……

þegar þú niðurlægir konuna þína eða kærustu… með ljótum orðum um hana og við hana… kallar hana hóru… tussu… aumingja… geðsjúka… klikkaða……

þegar þú hótar börnunum hennar eða ykkar

Þetta er því miður ekki tæmandi listi … og oftast er það þannig að þegar ofbeldi á sér stað í samböndum þá verður það blanda af mörgum þáttum og yfir lengri tíma…

Niðurlæging, kúgun og hótanir eru oft það sem skilur eftir langtímasárin… þessi sem tekur mörg ár að græða…

Munum að ofbeldi er alls konar og að við eigum öll að vera vakandi fyrir því… árið 2020 er ekki bara Covid ár… því allar þær hömlur og félagsleg einanrun sem þeim fylgja, hafa því miður þær afleiðingar að ofbeldi – og þar með talið ofbeldi í nánum samböndum – eykst… og það verður ekki afstaðið þó að veiran færi sig… það mun taka langan tíma að ná utan um það allt saman…