Heimilisofbeldi og ofbeldi í parasamböndum eru vandmeðfarin. Þessi námskeið eru fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu – en einnig fyrir alla aðra sem vilja fræðast um þessi málefni.
Fjallað er um einkenni og afleiðingar heimilisofbeldis og mismunandi birtingamyndir þess. Skoðaðar eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og farið yfir þau úrræði sem í boði eru, fyrir þolendur og gerendur. Þá er fjallað um einkenni og langtímaafleiðingar ofbeldis í æsku. Skoðað er hvernig þarf að hlusta eftir merkjum frá mögulegum þolendum, hvað tekur við ef við höfum grun um heimilisofbeldi, trúnað og skyldu fagaðila til að tilkynna til barnaverndar. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að skima fyrir heimilisofbeldi og leiðir til að framkvæma slíka skimun.
Mikil áhersla er lögð á virka þáttttöku allra og svigrúm gefið til umræðna og spurninga.
Tímalengd fer eftir fjölda þátttakenda og umfangi námskeiðis, 1 – 8 klst.
Umsagnir:
- Lærði að nálgast þolendur ofbeldis.
- Lærði að þekkja einkenni og áhrif ofbeldis og þekkja leiðir til að vinna úr því.
- Það hefur styrkt mig sem fagaðila.
- Lært að vera alltaf vakandi fyrir ofbeldi.
- Fengið ýmis gagnleg „verkfæri“ sem nýtast í starfi.
- Fannst mjög víðtækt efni og komið inn á það sem ég hafði áhuga á. Frekari leiðir til að takast á við og bregðast við tlkynningum um heimilisofbeldi. Hvernig maður nálgast efnið.