Áfram halda pælingar mínar í tilefni 16 daga átaks…
„Seigla“ er orð sem er mér hugleikið þessa dagana… og seigla þýðir dugnaður, þrautsegja, úthald, þol… fólk getur sýnt seiglu við alls kyns aðstæður og í kjölfar ýmissa atburða í lífinu…. til dæmis áföll… mig langar í dag að tengja þetta orð við heimilisofbeldi… þegar manneskja – fullorðin eða barn – býr við heimilisofbeldi þarf hún að búa yfir ótrúlegri seiglu… hún þarf að finna leiðir til að lifa af og halda sjálfri sér – og jafnvel börnunum – og gerandanum – gangandi frá degi til dags… hvað á ég við með því?
Ef við hugsum aðeins um það að heimilisofbeldi gerist oft smátt og smátt… það byrjar yfirleitt ekki með árás á fyrsta degi heldur birtist smám saman í litlu hlutunum… æji, getum við ekki heimsótt foreldra þína seinna… ooo, mig langar svo að við séum bara ein í kvöld, geturðu ekki hitt stelpurnar seinna… þið vitið… þessi atriði sem við tökum ekki endilega eftir fyrr en seinna, þegar ofbeldið er orðið greinilegra og sýnilegra… og manneskjan sem býr við ofbeldið „aðlagast“ því að hagræða hlutunum þannig að „árekstrarnir“ verði minni og færri… þegar ofbeldið er er orðið endurtekið ferli og hefur átt sér stað í langan tíma hefur hún því komið sér upp alls kyns verkfærum og leiðum til að gera daginn bærilegri… leiðir sem aðstandendur og aðrir stundum sjá ekki, eða sjá sem vanda… hún hefur í öllu þessu ástandi fundið leiðir til að vakna og fara á fætur á morgnana, komast í gegnum verkefni dagsins, mæta í vinnu eða skóla, og sinna börnum og heimili … jafnvel fundið leiðir til að ofbeldið „komist ekki upp“ (og það er efni í allt annan pistil) … leiðir til að komast hjá því að gera það sem „ergir gerandann“ og svona væri hægt að halda áfram … og allt þetta gerir hún undir stjórn og valdi ofbeldismanneskju, í ótta um að ofbeldið haldi áfram, versni, verði beint að börnunum… í stöðugum ótta heima hjá sér…
Það er í raun eingöngu hægt að reyna að gera sér í hugarlund hversu mikla seiglu þarf til, til að lifa af í ofbeldi… og kannski ekki bara vikum eða mánuðum saman… heldur árum og jafnvel áratugum saman… og ég hef svo oft fengið þann heiður að fá að vera við hlið kvenna sem í vinnu sinni með afleiðingarnar hafa áttað sig á því hversu þrautseigar þær hafa verið… hversu mikilli seiglu þær hafa búið yfir og hafa þá líka áttað sig á því að þessi seigla er enn til staðar innra með þeim
Við getum aldrei ofmetið þá seiglu sem þolendur heimilisofbeldis sýna… og mig langar að enda þessa hugleiðingu á setningu úr laginu „Family Portrait með Pink – því hún lýsir vel því ástandi sem ríkir á heimili þar sem ofbeldi er beitt… „It ain’t easy growing up in World War three”