Hvernig veit ég hvað er sjálfsrækt og hvað ekki? Það er góð spurning 😉 af því að það sem er sjálfsrækt fyrir einn er ekki endilega sjálfsrækt fyrir annan… eins og þið eigið eftir að sjá hér neðar… ég nefni til dæmis matargerð… það getur verið sjálfsrækt fyrir þann sem hefur gaman af því að elda en alls ekki fyrir þann sem bara eldar af skyldurækni og finnst það hreint og beint leiðinlegt… og hvernig veit ég þá hvað er sjálfsrækt… það liggur í því að skoða hvað þér finnst gaman að gera, hvað vekur vellíðan innra með þér, lætur þig gleyma stað og stund og þú getur gleymt þér við og nýtur þess að gera, það sem endurnærir þig á einhvern hátt … ef þú myndir skrifa lista yfir þá fimm hluti sem veita þér mesta gleði að gera þá er ég viss um að að væri kominn góður grunnur að sjálfsræktarplani fyrir þig … viltu prófa? 😉
M – nú tókst mér sko alls ekki að halda mig við eitt orð þar sem það kom svo margt upp í hugann… og ég valdi þrjú… sem öll geta verið frábær og eiga hvert sinn sess… og ég þarf að vera „í stuði“ fyrir þau til að þau skili mér því sem mig langar… og þá kemur það – matargerð – það getur verið alveg svakalega gaman að stússast í matargerð og getur verið bæði skapandi og skemmtilegt, getur verið samvera með öðrum en líka eitthvað sem við gerum alveg í okkar eigin heimi… og svo er það myndlist, sem í mínum huga getur verið bæði að mála sjálf og að njóta þess að njóta myndlistar annarra… og ég tek fram að það þarf ekki að vera listmálari til að mála sér til sjálfsræktar og yndisauka… og svo langar mig að setja menntun líka hér inn því að öll menntun… bæði formleg og óformleg… getur verið heilmikil sjálfsrækt 🍜
N – náttúra… já náttúran okkar á Íslandi er frekar mögnuð og getur gefið okkur mikla næringu… bara að fara út að ganga og horfa í kringum sig… nú eða að keyra um og njóta þess sem landið hefur uppá að bjóða í náttúrufegurð er líka frábært… það má líka hafa náttúruna með sér í óhefðbundnari skilningi… eins og að vera með plöntur og blóm inni hjá sér, bæði heima og í vinnu… það er hægt að hafa náttúruhljóð í bakgrunni við vinnuna… og meira að segja vilja sumir meina að bar það að hafa mynd af gróðri sem bakgrunn í tölvunni hafi góð áhrif á líðan og heilsu… hvernig hljómar það?
O – orðræða… hvernig kemur það sjálfsrækt við… jú, það hvernig við tölum, bæði um okkur sjálf, annað fólk, aðstæður og atburði geta haft áhrif á það hvernig okkur líður… að tala með jákvæðum orðum og vanda okkur við að tala af ábyrgð og virðingu um bæði fólk, aðstæður og atburði getur breytt heilmiklu um það hvernig okkur líður 📜
Ó – óvænt… að njóta þess óvænta er ómóstæðilegt og algjörlega ókeypis… og getur stundum krafist þess að við stígum inn í og sigrumst á óttanum… þetta eru nú aldeilis mörg fín „ó“ orð sem öll geta verið frábær fyrir okkar eigin sjálfsrækt… það er nú aldeilis frábært, er það ekki 😉
P – pottar… bæði heitir og kaldir… persónulega hef ég meiri reynslu af þeim heitu og finnst ómótstæðilegt að setjast og slaka á í heita pottinum í sundlauginni og bara vera þar og njóta hitans… getur verið einstaklega gott svona á þessum árstíma líka þar sem það getur orðið ansi kalt… og hér norðan heiða kemur vetur konungur stundum með trompi og þá er æðislegt að nota heitu pottana… kaldir pottar eru líka mjög vinsælir og margir sem geta ekki hugsað sér að sleppa þeim úr sinni daglegu rútínu ❄️
R – regla… það er ótrúlegt hvað það getur skilað mikilli vellíðan að hafa ákveðna reglu á hlutunum… að hafa reglu á svefni, matartímum, vinnu og hreyfingu… já ég veit… hljómar ekki spennandi… en samt… við getum gefið okkur sjálfum bæði orku og tíma með því að hafa ákveðna reglu og rútínu… en það er samt ekki bannað að breyta reglunni stundum 😉
Njótið vel og hafið gaman að þessu ☃️