Þjónusta

Námskeið og fyrirlestrar

Þjónusta Hugrekkis

Hugrekki opnaði árið 2013 og býður upp á samtalsmeðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Unnið er út frá heildrænni nálgun og hefur Ingibjörg langa reynslu af áfallavinnu með fólki. Þá hefur hún sérhæft sig í ofbeldi gegn börnum og ofbeldi í fjölskyldum, í víðum skilningi þess.

Ingibjörg er klínískur félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá Landlækni í klínískri félagsráðgjöf. Hún hefur lokið námi í meðvirkni og áfallavinnu Piu Mellody og í Trauma Resilience Model. Hún vinnur út frá styrkleikum fólks og markmiðið er að styrkja einstaklinginn í sínu daglega lífi og vinna með seiglu hvers og eins.

Þá er hægt að bóka ýmis konar fræðslu og námskeið hjá Ingibjörgu, t.d. um samskipti, sjálfsstyrkingu og ofbeldi í ýmsum myndum.