Ingibjörg Þórðardóttir Félagsráðgjafi MA
Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir – félagsráðgjafi, MA.
Ingibjörg útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2007 og hlaut starfsleyfi heilbrigðisráðherra sem félagsráðgjafi á sama tíma. Ingibjörg lauk meistaranámi í félagsráðgjöf 2014, diplómanámi í fjarmeðferð árið 2018 og hlaut sérfræðileyfi sem klínískur félagsráðgjafi frá Landlækni 2021.
Menntun: Lauk diplómanámi í fjarmeðferð frá Bretlandi 2018 (Diploma in online counselling and psychotherapy frá Adacemy acadtherapy.online) Lauk meistaranámi (MA) í félagsráðgjöf í júní 2014. Lauk fjögurra ára námi (BA auk starfsréttinda) í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands (2007) og hef starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
Hef hlotið staðfestingu Landlæknis til að reka eigin félagsráðgjafastofu, þar með talið fjarheilbrigðisþjónustu.
Hef lokið level 1 og 2 í TRM – Trauma Resilience Model – meðferðarnálgun við úrvinnslu áfalla sem byggir á sómatískum aðferðum, m.a. hugmyndum Peter Levine og Bessel van der Kolk.
Starfsferill:
Frá árinu 2013 – Eigandi Hugrekkis, ráðgjafar og fræðslu. Sinni þar bæði samtalsmeðferð og er með ýmis konar námskeið og fræðslu. Lista yfir námskeið er hægt að sjá hér.
2020 – 2022 – sérfræðingur hjá Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra.
Frá árinu 2018 – Kennari við Academy for Online Counselling & Psychotherapy í Bretlandi.
Kenni þar námskeið fyrir fagaðila um hvernig fjarmeðferð og -ráðgjöf er unnin með vönduðum og faglegum hætti.
Frá árinu 2017 – Stundakennari við Háskólann á Akureyri, við iðjuþjálfunarfræðideild
2013 – 2014 – umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar í Hrísey. Sinnti einnig félagslegri liðveislu á sama tímabili.
2010 – 2012 – deildarstjóri á leikskóladeild Hríseyjarskóla með börn á aldrinum 7 mánaða til 6 ára.
2007 – 2009 Starfskona á Stígamótum, byrjaði sem nemi á 4. ári í félagsráðgjöf og hóf svo í framhaldinu störf þar 1. maí 2007. Starfið þar fólst að mestu í því að taka viðtöl við þolendur kynferðisbrota og aðstandendur þeirra auk þess sem ég var þar með þrjá sjálfshjálparhópa. Viðtölin og hóparnir fóru fram á Stígamótum auk þess sem ég sá um þjónustu Stígamóta á Austurlandi veturinn 2008. Þá sá ég að stórum hluta um fræðslu um kynferðisofbeldi fyrir hönd Stígamóta árið 2008, bæði fyrir fagaðila, skóla og fleiri hópa. Ég vann ársskýrslu Stígamóta árin 2007 – 2009. Þá sá ég einnig um leiðbeinendanámskeið, ásamt fleirum, árin 2007 og 2008.
2005 – 2006 – Samtök um Kvennaathvarf. Var í sumarvinnu sumarið 2005 sem almenn vaktkona og var síðan á aukavöktum með skóla veturinn 2005-2006. Var á vöktum sumarið 2006. Starfið fólst í því að taka viðtöl við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í parsamböndum og aðstandendur auk þess að sjá um dagleg störf í húsinu og taka við símtölum í neyðarsíma athvarfsins.
2006 – Vann nýsköpunarsjóðsverkefni undir leiðsögn Drífu Snædal. Rannsókn sem unnin var upp úr gögnum úr Kvennaathvarfinu.
2001 – 2002 Leiðbeinandi í unglingadeild (7. – 10. bekk) í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, þar sem ég kenndi náttúrufræði og samfélagsfræði.
1998 – 1999 – Leiðbeinandi í unglingadeild (7. – 10. bekk) í Ólafsvík. Kenndi þar ýmis fög, meðal annars dönsku, samfélagsfræði og náttúrufræði. Auk þess var ég umsjónarkennari í 8. bekk, hafði umsjón með félagslífi nemenda og var með leiklistarnámskeið fyrir nemendur unglingadeildar.
2007 – 2009 – Fór með Blátt Áfram í Lífsleiknitíma í grunnskólum víða um land og hélt einnig fyrirlestra fyrir fullorðna á vegum samtakanna.
Nefndir – Ráðstefnur – námskeið:
Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands, 2019 – 2021.
Ritstjórn Tímarits félagsráðgjafa, 2017 – 2021.
Fagráð Drekaslóðar, frá 2017.
Stjórn Aflsins – samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, 2014 – 2016.
Stjórn Maníu, geðverndarfélagi innan HÍ, á fyrsta starfsári þess og tók þátt í stefnumótunarvinnu HÍ varðandi stuðning við nemendur með geðraskanir.
Þátttakandi í COST-verkefni á vegum Evrópusambandsins fyrir hönd Íslands, 2014 – 2015. Verkefnið heitir „Femicide across Europe“.
Ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum, sem haldin var á Íslandi, í samvinnu við Barnaverndarstofu í maí 2008. Fór einnig á evrópska ráðstefnu í Portúgal á vegum ISPCAN í nóvember 2007. ISPCAN eru alþjóðasamtök um forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum.
Tók þátt í undirbúningi á íslensku dagskránni á Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York árið 2008 og var á þeirri ráðstefnu. Fór á ráðstefnu Nordiske Kvinner Mot Vold (NKMT) í Færeyjum haustið 2006 og var þar með vinnustofu (“work shop”). Var einnig á ráðstefnu NKMT á Íslandi haustið 2005. NKMT eru norræn samtök sem berjast gegn ofbeldi á konum og börnum.
Fór til Brussel 2017 á fimm daga námskeið fyrir fagfólk um valdeflingu með konum – „Empower women to empower themselves“, og var það hluti af verkefni sem styrkt er af Erasmus+. Það fjallaði um hvernig fagfólk getur unnið að valdeflingu með atvinnulausum konum.
Fór í september 2013 á námskeiðið „Gegn ofbeldi“, samvinnuverkefni Félagsráðgjafafélags Íslands og Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd.
Fór á námskeið hjá Háskólanum á Akureyri vorið 2012; „Ofbeldi, vanræksla og ill meðferð“, 5 daga námskeið á meistarastigi.
Hef farið í gegnum námskeiðið „Verndarar barna“ hjá samtökunum Blátt Áfram.
Hef lokið ýmsum leiklistarnámskeiðum og setið ýmis námskeið í tengslum við starf mitt í grunnskólum. Hef þar að auki mætt á ýmsar innlendar ráðstefnur og málþing er snerta sérstaklega ofbeldi í fjölskyldum, ofbeldi gegn konum og gegn börnum.
Rannsóknir:
Freydís Jóna Freysteinsdóttir (MSW, PhD), Ingibjörg Þórðardóttir (MA), Sigurlína Davíðsdóttir (MA, PhD) og Sigurgrímur Skúlason (MA, PhD). (2018). Mat á reiðistjórnunarúrræðinu ART út frá sjónarhóli þátttökubarna, foreldra þeirra og kennara. Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF). Gert er ráð fyrir að fræðigrein um niðurstöður birtis í júní í tímariti um uppeldi og menntun.
Ingibjörg Þórðardóttir. (2014). Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum. Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar. Óbirt meistaraverkefni við félagsráðgjafardeild HÍ.
Ingibjörg Þórðardóttir. (2007). Ofbeldi karla í parsamböndum og einkenni ofbeldismanna: út frá sjónarhorni kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins. Óbirt BA-verkefni við HÍ.
Ingibjörg Þórðardóttir. (Umsjónarkona: Drífa Snædal). (2006). Tengsl kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis? Skýrsla unnin úr gögnum Kvennaathvarfsins. Nýsköpunarsjóður námsmanna.
Birtar fræðigreinar:
Sigrún Kristín Jónasdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Þorbjörg Jónsdóttir. 2022. Heath professionals´ perspective towards challenges and opportunities of telehealth service provision: A scoping review. International Journals of Medical Informants, 167. https://doi.org/10.1016/j.ijmedinf.2022.104862
Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. 2021. ART virðist smart: árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART fyrir börn. Tímarit um uppeldi og menntun, 30(1), 1-25.
Ingibjörg Þórðardóttir (MA) og Freydís Jóna Freysteinsdóttir (MSW,PhD). 2016. Ofbeldi í parsamböndum, reynsla gerenda í æsku og lýsingar á þeirra eigin ofbeldi gegn maka. Tímarit félagsráðgjafa, 10(1), 19-23.