Samfélagsmiðlar

Hluti af starfi mínu sem félagsráðgjafi er að halda sambandi mínu og samskiptum við þá sem til mín leita, á faglegum grunni.  Þar af leiðandi mun ég ekki samþykkja vinabeiðnir á miðlum eins og facebook, Twitter eða öðrum miðlum,  frá þeim sem til mín leita.  Það gildir jafnt um þá sem koma til mín á stofuna eða í fjarþjónustu. 
Ég mun heldur ekki taka við einkaskilaboðum á mínum persónulegu reikningum á slíkum miðlum en bendi á að hugrekki er með facebook síðu þar sem hægt er að sjá ýmsar upplýsingar.  Þá er alltaf hægt að senda tölvupóst á netfangið hugrekki@hugrekki.is eða hringja í síma 779-1910.  Ef ég sé mér ekki fært að svara í símann, skildu þá endilega eftir nafn og símanúmer og þá mun ég hringja í þig til baka.

Samfélagsmiðlar was last modified: April 18th, 2020 by admin