Algengar spurningar

Þýðir eitthvað fyrir mig að leita mér aðstoðar þegar það eru mörg ár síðan ofbeldið var framið?

Já, það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis.  Afleiðingarnar geta varað í langan tíma, jafnvel áratugi, og því mikilvægt fyrir alla að leita sér aðstoðar þó að langt sé liðið frá því ofbeldið var framið.  Það eru margir sem hafa getað unnið úr afleiðingum ofbeldisins mörgum árum eftir að ofbeldinu lauk og því aldrei of seint að leita sér aðstoðar.

Þarf ég að kæra mál ef ég leita mér aðstoðar?

Ef þú hefur náð 18 ára aldri þegar þú leitar þér aðstoðar, er það alfarið þín ákvörðun hvort þú leggur fram kæru eða ekki.  Engin þrýstingur er frá hugrekki.is að einstaklingar leggi fram kæru. 
Ef þú ert undir 18 ára aldri þegar þú leitar til hugrekki.is, vegna ofbeldis sem þú hefur verið beitt/beittur, er það skylda mín sem fagaðila að tilkynna mál þitt til barnaverndar skv. 17. gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 og verður sú skylda virt. 

Get ég leitað aðstoðar hjá hugrekki.is ef ég hef ekki verið beittur ofbelsi en líður illa og langar að leita mér aðstoðar vegna annars konar vanda?

Já, þú getur leitað til hugrekkis með ýmis konar vanda og er boðið uppá alla almenna félagsráðgjöf.  Ef ráðgjöfin hentar þér ekki, get ég aðstoðað þig með því að beina þér áfram til annarra fagaðila eftir því sem við á. 

Algengar spurningar was last modified: November 29th, 2019 by admin